IS
EN

Gerðu bílinn kláran fyrir veturinn!

Við búum okkur sjálf undir veturinn með því að sækja hlý föt og skó úr geymslunni. Bíla þarf einnig að undirbúa fyrir kalda daga.

Smurning á listum og læsingum
Ef gúmmílistarnir á bílnum þínum frjósa er hætt við að þéttilistar skemmist. Þess vegna er ráðlegt að smyrja lista og læsingar.

Ljósin yfirfarin
Það er dimmt á morgnanna þegar við förum í vinnuna og svo aftur seinnipart dags þegar haldið er heim. Þess vegna er sérlega mikilvægt að það séu heilar perur í öllum ljósum bílsins. Það eykur öryggi þitt sem og annarra í umferðinni. Á dimmum vetrarkvöldum getur nefnilega verið erfitt að sjá hvort framundan er mótorhjól eða bíll.

Einnig er mikilvægt að muna eftir afturljósunum á bílnum. Á nýjum bílum kviknar sjálfvirkt á afturljósunum, en þannig er það ekki á öllum bílum. Ef afturljósin á bílnum þínum kvikna ekki sjálfkrafa er hægt að láta setja ljósskynjara sem gerir það fyrir þig.

Vetrarhjólbarðar
Veðrið á Íslandi getur verið óútreiknanlegt. Á veturna getur bæði verið kalt með snjó og frosti eða milt veður með roki og rigningu. Hvað svo sem gerist þá vitum við að það verður kaldara – líka úti á vegum.

Margir halda að ekki sé nauðsynlegt að hafa vetrarhjólbarða þegar veður eru mild, en annað sýna rannsóknir. Árið 2017 var fyrri hluti vetrar mildur í Danmörku en þá voru fleiri slys en í venjulegu ári. Í janúar 2017 voru fleiri umferðarslys en í janúar árið áður. Talið er að þetta stafi af því að margir vanmátu hálkuna og þess vegna voru óhöppin svo mörg. Það hefur sýnt sig að ef við sjáum ekki snjóinn og frostið, þá gleymum við gjarnan að mikil hálka getur verið á vegum.

Það er góð grunnregla að skipta yfir í vetrarhjólbarða þegar hitastigið á vegum fer niður í 7 gráður.

Vetrarhjólbarðar eru úr annars konar gúmmíblöndu en sumarhjólbarðar og eru stöðugri á vegum í lágum titringi. Bíll á vetrarhjólbörðum er þess vegna stöðugri á köldum vegum.

 

Kuldi veldur álagi á rafgeyma

Þegar kalt er og frost minnkar krafturinn í rafgeyminum og það getur valdið vandkvæðum. Ef rafgeymirinn er tómur þá hefur það ekki einungis áhrif á hvort hægt er að ræsa bílinn, heldur er auðvitað ekki heldur hægt að nota læsinguna á bílnum.

Nýir bílar eru viðkvæmari fyrir tómum rafgeymum vegna allrar rafeindatækninnar sem er í bílunum. Ef erfitt er að ræsa bílinn þinn er góð hugmynd að fara með hann á verkstæði og láta líta á hann.

Rafgeymar í bílum eiga að hlaðast þegar bílnum er ekið en ef kveikt er á sætishiturum, hljómtækjunum og öðrum raftækjum hlaðast ekkert rafmagn upp í rafgeyminum því rafmagnið er notað jafnóðum.

Sex hlutir sem gott er að hafa í bílnum á veturna

 Ef rafgeymirinn tæmist eða þú ert fastur einhversstaðar að vetri til er skynsamlegt að vera viðbúinn.

Á meðan beðið er eftir aðstoð í vondu veðri er gott að hafa hugað að eftirfarandi áður en lagt var af stað:

  1. Hafðu alltaf teppi og vettlinga í bílnum. Þetta tekur ekki mikið pláss en getur skipt sköpum ef þú þarft að bíða eftir aðstoð úti á vegi einhversstaðar í köldum, rafmagnslausum bíl.
  2. Hafðu litla skóflu til að geta mokað bílinn lausan úr snjó.
  3. Það getur komið sér vel að vera með hleðslubanka í bílnum. Það er mjög ergilegt að sitja fastur einhversstaðar og geta ekki hringt í hjálp vegna þess að farsíminn er óhlaðinn.
  4. Þegar farið er í lengri ferðir er gott að hafa drykkjarvatn og súkkulaði í bílnum. Mundu samt að borða súkkulaðið áður en sumarið kemur og það bráðnar! Ef þú þarft að bíða lengi eftir hjálp úti á vegum ef gott að hafa smávegis auka orku.
  5. Mundu eftir vasaljósi. Það getur komið sér vel að hafa vasaljós ef þú kemst hvorki lönd né strönd. Vasaljós má nota til að vekja á sér athygli. Gættu þess samt að blinda ekki ökumenn sem koma á móti þér.
  6. Það er alltaf gott að hafa startkapla í bílnum. Mundu að það á alltaf að vera slökkt á bílnum sem er að gefa straum.Settu alltaf saman plús og plús og mínus fer á mínus.