IS
EN

Sjálfskipting


LENGDU ENDINGARTÍMANN Á SJÁLFSKIPTINGUNNI

Sjálfskiptingin gegnir mikilvægu hlutverki í bílum. Nýjar, sem og gamlar sjálfskiptingar verður að meðhöndla á réttan hátt og skipta um olíu eins og leiðbeiningar framleiðendanna segja til um.

Hægt er að lengja endingartímann á sjálfskiptingunni með því að skola gírkassann og skipta alveg um olíu.  Nýjar sjálfskiptingar geta verið með allt að 10 gírum án þess að það hafi áhrif á stærð gírkassahússins. Það gerir að minna pláss er fyrir olíu. En flestir bílar eru þó með 5 til 8 gíra, en það safnast samt sótagnir í olíuna.  Sótagnir sem safnast upp í olíunni geta skemmt gírkassann að innan. Þess vegna er ráðlegt að láta tæma alla olíu úr gírkassanum á sjálfskiptingunni og skola hann að innan. Þegar búið er að skola gírkassann að innan, mun nýja olían verja hann og smyrja betur og þá endist hann lengur. Það má skola alla venjulega sjálfvirka gírkassa, gírkassa með tvöfaldri kúplingu sem og CVT-gírkassa. Tími sem má líða milli þjónustuskoðana er frá 60.000 til 120.000 km á flestum sjálfskiptingum en mismunandi eftir gerðum.  Beinskiptir gírkassar hafa yfirleitt ekki ákveðin tímamörk á milli þjónustuskoðana en það má alveg skipta um olíu á þeim líka. Fáðu nánari upplýsingar hjá LongLife Center.

HVERS VEGNA SKIPTA UM OLÍU Í SJÁLFSKIPTUM GÍRKASSA?

Olían smyr gírkassann og sér til þess, með olíuþrýstingi, að sjálfskiptingin skiptir um gír og að mótorinn keyrir alltaf við bestu snúningsaðstæður.  Þegar olían eldist myndast óhreinindi af sóti og útfellingum úr olíunni. Sótið og útfellingarar setjast á ventla og jafnvel örlítil óhreinindi geta hindrað gegnumstreymið af olíu, en það er mjög skaðlegt fyrir sjálfskiptingar.  Það er ekki til sú olía sem viðheldur góðum eiginleikum sínum að eilífu!

 

HVERNIG SÉ ÉG AÐ ÞÖRF ER AÐ SKIPTA OLÍUNNI Í SJÁLFSKIPTA GÍRKASSANUM?

Það sérð þú meðal annars með því að erfiðara er að skipta um gír en vanalega, gírkassinn „hangir“ á milli gíra eða að snúningurinn í mótornum eykst og minnkar þó hraði bílsins sé sá sami.

HVENÆR Á AÐ SKIPTA UM OLÍU Í SJÁLFSKIPTUM GÍRKASSA?

Langflestir framleiðendur hafa þjónustutíma á sjálfskiptingum eins og á mótornum. Það getur verið allt frá 60.000 til 120.000 km, eftir tegund og ökumynstri. Keyrsla með hjólhýsi eða annað álag getur stytt tímann á milli þjónustuskoðana. Nokkrir bílaframleiðendur segja gírkassaolíuna vera svokallaða „lífstíðarolíu“. Orðið „lífstíð“ fer þá eftir væntingum bílaframleiðandans um líftíma bílsins. Við mælum með að þú látir skipta um olíu á sjálfskipta gírkassanum þínum á 60.000 til 120.000 km fresti.

 

Verkstæði sem gera við sjálfskiptingar

Logo Verkstæði Staður Heimilisfang Sími E-Mail Services
Bifvélavirkinn Hafnafirði Steinhella4 5476600 bifvelavirkinn@bifvelavirkinn.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólstilling, Ljós, Sjálfskipting, Smurþjónusta, Volvo
Bíltrix Hafnafirði Kaplahraun8 5718887 biltrix@biltrix.is Almennar bílaviðgerðir, Sjálfskipting, Smurþjónusta
Bifreiðaverkstæði Blönduós Blönduósi Norðurlandsvegur4 4522600 b.v.b@simnet.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta
Bílhúsið logo Bílhúsið Kópavogur Smiðjuvegur60 5572540 bilhusid@bilhusid.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Hjólstilling, Ljósastilling, Sjálfskipting, Smurþjónusta, Volvo
bilvogur logo Bílvogur Kópavogi Auðbrekka17 5641180 bilvogur@bilvogur.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta
JB Viðgerðir ehf Fúðir Smiðjustígur2 8655678 jareklacek33@gmai.com Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta, Vegaaðstoð
bilar og dekk Bílar og Dekk.ehf Akranes Akursbraut11a 5782525 bilarogdekk@simnet.is AC þjónusta, Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Rétting og sprautun, Sjálfskipting, Smurþjónusta
fyrr logo FYRR bílaverkstæði Reykjavík Hamarshöfði 10 5195343 fyrr@fyrr.is Almennar bílaviðgerðir, Sjálfskipting, Smurþjónusta