IS
EN

Sterkari saman!


Þjónusta og viðgerðir á öllum bílum

Við getum þjónustað og gert við bifreið þína, óháð tegund og árgangi. Það gildir einnig meðan bifreið þín er í verksmiðjuábyrgð vegna þess að Motorpartner verkstæðin þjónusta alla bíla samkvæmt fyrirmælum bifreiðaframleiðenda og nota eingöngu varahluti af upprunalegum (original) gæðum. Til þess að tryggja að bifvélavirkjar okkar geti fylgst með nýjustu tækni og upplýsingum fara þeir reglulega á námskeið hjá viðurkenndum aðilum.

Þú borgar einungis fyrir það sem þú færð

Ein af mörgum ástæðum fyrir að velja Motorpartner verkstæði er að þú borgar einungis fyrir það sem þú færð. Allar viðgerðir reiknast út frá efni, varahlutum og raunverulegri vinnu sem framkvæmd er á bílnum þínum.

Fljót og góð þjónusta

Við skiljum mæta vel að þú þarft á bílnum þínum að halda. Við fáum varahlutasendingar mörgum sinnum á dag. Það tryggir að fljóta og örugga þjónustu, þegar bílinn þinn þarf á henni að halda.

Þitt öryggi byggist á vandaðri viðgerð

Það er mikilvægt fyrir okkur að þú upplifir jákvæða reynslu af þjónustu okkar. Öll Motorpartner verkstæðin eru úttekin af starfsfólki Stillingar minnst einu sinni á ári hvað varðar tæki og búnað. Þannig tryggjum við bestu forsendur fyrir vandaðar viðgerðir.

Þjónustu fyrir bílinn þinn á ábyrgðartímanum

Við veitum þjónustu fyrir bílinn þinn á ábyrgðartímanum – án þess að þú missir verksmiðjuábyrgðina (framleiðendaábyrgðina) á nýja bílnum.

Þetta getum við vegna þess að við uppfyllum kröfur Evrópusambandsins um þjónustu á ábyrgðartímanum.

Þess er krafist að Motor Partner bílaverkstæðin þjónusti og geri við bílinn þinn samkvæmt fyrirmælum framleiðenda og noti varahluti sem eru sambærilegir að gæðum og upprunalegir varahlutir.

Upprunaleg gæði

Við hjá Motor Partner notum varahluti sem eru af upprunalegum (original) gæðum. Það er að segja að þeir eru af sama gæðastaðli og bíllinn þinn var með upprunalega. Við ábyrgjumst auðvitað gæðin og þess vegna veitum við þér þriggja ára ábyrgð á öllum nýjum varahlutum og það tryggir þig m.a. gegn framleiðslu- og efnisgöllum.

Ölll Motor Partner verkstæði hafa þar að auki aðgang að tæknilegum gagnagrunni með fyrirmælum bílaframleiðendanna. Þannig mæta verkstæðin kröfum og stöðlum bílaframleiðendanna og bíllinn þinn fær þjónustu sem er nákvæmlega eins og bílaframleiðendurnir krefjast að hún sé.

Einn af stóru kostunum hjá Motor Partner verkstæðunum er að þú greiðir einungis fyrir það sem þú færð. Það gerir þú vegna þess að allar viðgerðir eru gerðar upp samkvæmt raunverulegri notkun á varahlutum og tíma. 

36 mánaða ábyrgð á vinnu okkar 

Motor Partner verkstæðin veita 36 mánaða ábyrgð á vinnu sinni á eftirfarandi forsendum: 

Ábyrgð í 36 mánuði er veitt vegna galla í efni og framleiðslu á bílavarahlutum og vinnu sem framkvæmd er og tilkynnt er um á gildistíma ábyrgðarinnar. 

Engin ábyrgð er tekin á slitnum, úr sér gengnum og uppgerðum vélum. Fleiri undantekningar geta verið á ábyrgð á hlutum eða þjónustu og er nauðsynlegt að fjalla um þær í viðkomandi viðgerðarsamningi og á reikningi. 

Ábyrgðin nær ekki yfir mistök eða skemmdir sem viðskiptavinurinn hefur valdið, beint eða óbeint, með gerðum sínum, röngum tengingum eða aftengingum, óþægindum, bílaíþróttum, skeytingarlausri meðhöndlun, vegna ónógs viðhalds, rangs eldsneytis/olíu/smurningar og þess háttar eða annara utanaðkomandi áhrifa.