IS
EN

Hvers vegna að skipta yfir í vetrardekk?

Þegar hitastigið lækkar á haustin, verður enn mikilvægara að gæta að öryggi á vegum. Gúmmíið sem notað er í sumardekk byrjar að harðna í 7°C, en það þýðir að veggripið á hjólbarðanum verður minna.

Vetrardekk hafa meira magn af náttúrulegu gúmmí en sumardekk og því eru vetrardekk liprari í kulda. Bíll á vetrarhjólbörðum er þess vegna stöðugri á köldum vegum. Einnig eru örþynnur í þúsundatali i vetrarhjólbörum, en þetta eru örlitlar grópir sem hindra að bíll renni á blautum vegi eins og í hálku og gefur þannig besta gripið í snjó og slyddu.

Eru vetrardekkin þín örugg?

Vetrardekk slitna og það sést á munstrinu sem slitnar smátt og smátt. Því grynnra sem mynstrið er því minna grip á vegum hefur hjólbarðinn.

Samkvæmt íslenskum lögum er lágmarks dýpt á mynstri 3mm. Ástæðan er að dekkið missir eiginleika sína og það bitnar á þér og öryggi allra sem eru með þér í umferðinni.

Til samanburðar þá er mynstrið á nýjum hjólbarða um 7-8 mm.

Bremsulengd: Sumarhjólbarðar vs vetrarhjólbarðar

Myndin sýnir muninn á bremsulengd eftir því hvort þú ert á vetrar-eða sumarhjólbörðum. (mynd frá Rådet for Større Dæksikkerhed)

Við mælum með að þú keyrir bílinn þinn á vetrarhjólbörðum frá miðjum október og til fyrsta apríl, en allt eftir veðuraðstæðum og hitastigi.

Merkingar á dekkjum

Það eru mörg tákn og númer á hjólbörðum. Hér geturðu séð hvað sum þeirra þýða

Hvað er Alpin táknið „snjókorn á fjalli“?  

Vetrarhjólbarðarnir hafa frábæra eiginleika sem eykur öryggi og stjórn á snjó, snjóþungum vegum og almennt við lágt hitastig.

Hvað þýðir M+S merking?

Ef hjólbarðarnir þínir eru merktir með M+S merki þá þýðir það að þetta eru vetrarhjólbarðar eða heilsársdekk. En athugaðu vel… Það á einnig að vera snjókorn með M+S merkinu, því þetta eru vetrarhjólbarðar. M+S-merkið eitt og sér tryggir ekki að hjólbarðinn sé vetrarhjólbarði.

M+S merkið („snjódekk“) merkir að þetta eru hjólbarðar með mynstur á slitfletinum, úr gúmmíblöndu og samsetningu sem gefur betri aksturseiginleika í snjó heldur en venjuleg dekk, þegar talað er um eiginleika til að setja í gang eða halda bílnum á ferð.

M+S merkingin á alltaf að vera á öllum fjórum hjólbörðunum á bílnum þínum og má ekki nota með sumarhjólbörðum.

Verkstæði með hjólbarðaþjónustu

Logo Verkstæði Staður Heimilisfang Sími E-Mail Services
Bílaspítalinn Hafnafirði Kaplahrauni1 5654332 bsp@bsp.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Rétting og sprautun
Bifreiðaverkstæði Blönduós Blönduósi Norðurlandsvegur4 4522600 b.v.b@simnet.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta
Bílhúsið logo Bílhúsið Kópavogur Smiðjuvegur60 5572540 bilhusid@bilhusid.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Hjólstilling, Ljósastilling, Sjálfskipting, Smurþjónusta, Volvo
bilvogur logo Bílvogur Kópavogi Auðbrekka17 5641180 bilvogur@bilvogur.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta
JB Viðgerðir ehf Fúðir Smiðjustígur2 8655678 jareklacek33@gmai.com Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta, Vegaaðstoð
Bílaverkstæði Hjalta ehf Akranes Ægisbraut 28 4311376 bvhjalti@simnet.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Smurþjónusta, Trukkar, Vegaaðstoð
bilar og dekk Bílar og Dekk.ehf Akranes Akursbraut11a 5782525 bilarogdekk@simnet.is AC þjónusta, Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Rétting og sprautun, Sjálfskipting, Smurþjónusta
Smurstöðin Klöpp Reykjavík Vegmúli4 5530440 info@smurklopp.is Almennar bílaviðgerðir, Hjólbarðar, Sjálfskipting, Smurþjónusta