IS

Hvað þýða aðvörunarljósin í mælaborðinu?

Þú hefur eflaust lent í því að það kveiknar á aðvörunarljósi í mælaborðinu í bílnum þínum.

Hvað merkja þessi mismunandi aðvörunarljós?
Og hvernig veistu hvort þú þarft að stöðva bílinn, eða mátt aka áfram?

Við völdum fimm aðvörunarljós sem við útskýrum nánar og hvað það merkja þau og hvað er nauðsynlegt að gera ef þessi aðvörunarljós kvikna allt í einu í mælaborðinu.

Vélarbilun

 • Að það er einhver bilun í vélinni
 • Afgashringrásin hefur stoppað, AGR ventillinn stíflaður?

Farðu beint á næsta Motor Partner verkstæði eða hringdu eftir hjálp til að láta skoða bilunina.

Bilanir í hemlabúnaði

 • Fastur stöðuhemill
 • Slitinn hemlabúnaður
 • Of lítill hemlavökvi

Farðu beint á næsta Motor Parnter verkstæði eða hringdu eftir hjálp til að láta skoða bilunina.

Bilanir í rafgeymi

 • Rafgeymir gefur ekki fulla spennu
 • Slökktu á útvarpinu, loftkælingunni o.s.frv. til að spara rafmagnið

Farðu beint á næsta Motor Parnter verkstæði eða hringdu eftir hjálp til að láta skoða bilunina.

Vandamál með kælivökvann

 • Það vantar kælivökva í bílinn
 • Hitastigið á kælivökvanum er of hátt

Stöðvaðu vélina til að koma í veg fyrir skemmdir í vél bílsins.

Hringdu eftir hjálp til að láta skoða bilunina. Mundu að þú mátt aldrei sjálf/ur setja kæliefni á bílinn þinn.

Vandamál með vélarolíuna

 • Það vantar vélarolíu á bílinn
 • Þrýstingurinn á olíunni er of lágur

Stöðvaðu vélina til að koma í veg fyrir skemmdir á vél bílsins.

Mældu olíumagnið. Ef vantar olíu er nauðsynlegt að athuga upplýsingabókina til að sjá olíutegundir – eða hafa samband við næsta Motor Partner verkstæði.

Til eru margar mismunandi gerðir af olíu og það er mikilvægt að nota alltaf réttu olíuna til að valda ekki skaða á vélinni. Það er einnig hætta á að framleiðsluábyrgðin falli úr gildi ef notuð er röng olía. Við erum alltaf tilbúin að aðstoða.